Þú getur valið að sleppa þessum hluta ef þú ætlar ekki að nota lykilorð af neti. Ef þú ert ekki viss skaltu biðja kerfisstjórann um hjálp.
Ef þú ætlar ekki að setja upp NIS eru valmöguleikarnir fyrir bæði MD5 og falin lykilorð eru valdir. Mælt er eindregið með því svo að vélin sé eins örugg og best verður á kosið.
Virkja MD5 lykilorð - leyfir notkun á löngum lykilorðum (allt að 256 stafir), í stað hefðbundinna 8 stafa lykilorða.
Virkja falin lykilorð - er mjög örugg leið til að varðveita lykilorð á vélinni. Öll lykilorð eru geymd í skránni /etc/shadow sem einungis er læsileg af ofurpaurnum.
Til að stilla NIS verður þú að vera með tengingu við NIS net. Ef þú ert ekki viss um það hvort þú ert með tengingu við NIS net skaltu spyrja kerfisstjórann þinn.
Virkja NIS - leyfir þér að keyra margar tölvur á sama NIS neti með sameiginleg lykilorð og hópa. Það eru tveir valmöguleikar:
NIS lén - þessi valmöguleiki leyfir þér að velja hvaða léni eða hóp af tölvum þessi vél mun tilheyra.
NIS þjónn - þessi valmöguleiki segir tölvunni að nota ákveðinn NIS þjón í stað þess að spyrja allt netið hvort það sé einhver vél sem getur auðkennt þína vél.
Nota LDAP -- LDAP sameinar ýmsar gerðir upplýsinga innan fyrirtækis þíns eða stofnunar. Til dæmis alla mismunandi notendalistana þína er hægt að sameina í eina LDAP möppu. Fyrir frekari upplýsingar um LDAP getur þú gluggað í Red Hat Linux Reference Guide. Þú hefur um tvennt að velja hérna:
LDAP þjónn -- Þetta gerir þér kleift að tiltaka þann LDAP þjón sem þú vilt nota.
LDAP grunn DN -- Þessi valmöguleiki gerir þér kleift að fletta upp notendaupplýsingum eftir Distinguished Name (DN) þeirra.
Nota Kerberos -- Kerberos er öruggt kerfi sem sér um auðkenningu á neti. Fyrir frekari upplýsingar um Kerberos getur þú gluggað í Red Hat Linux Reference Guide. Þú hefur um þrennt að velja hérna:
Lén -- þessi valmöguleiki leyfir þér að velja net sem notar Kerberos, sem er byggt upp af einni eða fleirum vélum (einnig þekktar sem KDC) og einhvern (oft mjög mikinn) fjölda biðlara.
KDC -- þessi valmöguleiki leyfir þér að velja lyklaþjón (Key Distribution Center) sem er vélin sem úthlutar Kerberos miðum (stundum einnig kallað 'Ticket Granting Server' eða TGS)
Stjórnþjónn -- þessi valmöguleiki leyfir þér að taka fram hvaða vél er að keyra kadmind.