Flestir forritapakkar eru háðir öðrum pökkum eða söfnum, sem þeir þurfa til að virka rétt. Til að ganga úr skugga um að allir pakkar séu rétt settir upp skoðar Red Hat Linux uppsetta pakka í hvert skipti sem pakki er settur inn eða tekinn út. Ef einhver pakki þarf annan pakka til að virka rétt sem ekki hefur verið settur upp, myndast óleyst tenging á milli þeirra.
Einn eða fleiri pakki/ar sem þú hefur valið hafa óleystar tengingar. Þú getur leyst þetta með því að velja Setja inn pakka til að uppfylla þarfir annara pakka.