fdisk

Veldu hvaða drif þú vilt skipta í sneiðar. Þegar þú velur drifið mun fdisk skjár birtast. Þá getur þú notað fdisk til þess að búa til, eyða eða breyta disksneiðum á völdu drifi.

Viljir þú hins vegar ekki nota fdisk skaltu velja Til baka til þess að komast í fyrri valmynd, taka síðan valið af Nota fdisk og ýta á Áfram til þess að halda áfram.

Þegar skiptingu disks í sneiðar er lokið munt þú aftur koma í þessa valmynd. Ef þú ert með annan harðan disk sem þú vilt einnig skipta upp með fdisk skaltu velja hann. Annars skaltu ýta á Áfram til þess að geta stillt hvar varpa á disksneiðum inn í skráarkerfið með Diskadrúídi forritinu.