Hvernig vilt þú setja Red Hat Linux upp?
Full uppsetning mun eyða öllum upplýsingum á þeim disksneiðum sem þú velur.
Uppfærsla mun varðveita þau Red Hat Linux gögn sem eru til fyrir.
Viljir þú framkvæma fulla uppsetningu stendur þér til boða að velja tegund uppsetningar. Valmöguleikarnir eru: vinnustöð, þjónn eða sérsniðin.
Ef þú veist ekki hvaða tegund uppsetningar þú vilt skaltu lesa það sem á eftir kemur vandlega.
Takið eftir: Til viðbótar við þær uppsetningar aðferðir sem bent er á að neðan er einnig hægt að setja Red Hat Linux upp á FAT (DOS/Windows) disksneið sem til er fyrir. Þannig uppsetningar aðferð er valin með því að merkja DOS disksneiðina sem / í Diskadrúídi. Þetta val er tekið fram fyrir sjálfvirka eyðingu disksneiða í uppsetningu vinnustöðva.
Sjálfvirk uppsetning vinnustöðva mun setja upp X gluggakerfið og þau skjáborð og gluggastjóra sem þú vilt. Sjálfvirk uppsetning vinnustöðva mun eyða öllum Linux disksneiðum á öllum hörðum diskum og nota svo allt laust pláss sem ekki hefur verið úthlutað í aðrar gerðir disksneiða.. Allar disksneiðar sem innihalda gögn ótengd Linux verða látnar óhreyfðar og þú munt geta ræst upp hitt stýrikerfið á vélinni ásamt Red Hat Linux eftir að uppsetningu er lokið.
Sjálfvirk uppsetning þjóns er viðeigandi ef þú vilt að tölvan þín sé Linux þjónn og þú vilt ekki sníða hana algjörlega eftir þínum eigin þörfum eða hafa X gluggakerfið á henni. Sjálfvirk uppsetning þjóns eyðir ÖLLUM disksneiðum á ÖLLUM hörðum diskum sem tengdir eru vélinni, veldu hana því ekki ef þú ert með einhver gögn á vélinni sem þú vilt EKKI eyða. Þar með talið eru disksneiðar sem önnur stýrikerfi eru að nota. Þurrkað verður út af öllum diskum --án spaugs!
Einungis sérsniðin uppsetning gefur þér fullkominn sveigjanleika. Á meðan sérsniðinni uppsetningu stendur er það undir þér komið hvernig diskplássi er skipt niður í sneiðar. Þú hefur algjöra stjórn á því hvaða pakkar verða settir inn. Einnig getur þú valið hvort þú vilt nota LILO við ræsingu kerfis. Þú skalt ekki velja sérsniðna uppsetningu nema þú hafi einhverja fyrri reynslu af Linux.
Til að nálgast frekari upplýsingar um muninn milli þess að vera með vinnustöð eða þjón er gott að líta í Red Hat Linux Installation Guide.