Uppsetningarforritið mun nú reyna að finna hvaða skjá þú ert með til að reyna að meta hvaða skjástilling henti best. Ef skjárinn finnst ekki sjálfvirkt skaltu velja þann skjá sem kemst næst þínum úr listanum yfir skjái.
Þú getur einnig valið lárétt og lóðrétt samstillingargildi fyrir skjáinn. Þessi gildi ættir þú að finna í handbókinni fyrir skjáinn þinn. Varkárni skal hafa þegar þessi gildi eru valin því ef þú slærð inn gildi sem eru utan sviðs geturðu skemmt skjáinn. Veldu einungis gildi ef handbókin fyrir skjáinn segir til um önnur gildi en eru í listanum og þú ert viss um að þú hafir rétt gildi úr handbókinni.