Hvaða tegund af mús ert þú með?
Ert þú með PS/2, Bus eða raðtengda mús? (Hjálp: Ef músatengið er hringlaga þá ert þú með PS/2 eða Bus mús. Ef tengið er hinsvegar ferkantað þá ert þú með raðtengda mús.)
Reyndu að finna eins mús og þú ert með í fyrsta listanum til hægri. Ef þú finnur hana ekki skaltu velja einhverja sem er samhæfð þinni. Annars skaltu velja viðeigandi Almenna mús.
Ef þú er með raðtengda mús skaltu velja tæki og gátt sem hún er tengd við í næsta reit.
X gluggakerfið gerir ráð fyrir þrem músarhnöppum. Ef þú ert aðeins með tvo hnappa getur Red Hat Linux hermt eftir þeim þriðja, miðhnappnum.
Ef þú ert með tveggja hnappa mús skaltu velja Herma eftir þrem hnöppum . Þegar uppsetningu er lokið getur þú ýtt á báða músahnappana og þar með fengið virkni þriðja hnappsins.