Veldu það netkort sem þú ert með og hvort þú viljir nota DHCP. Ef þú ert með mörg Ethernet kort er hægt að stilla hvert fyrir sig. Hægt er að skipta á milli skjáa (t.d eth0 og eth1) og munu innslegnar upplýsingar eiga við hvern skjá fyrir sig. Ef þú velur Virkja við ræsingu mun netkortið fara í gang við ræsingu.
Ef þú hefur ekki aðgang að DHCP þjón eða ert ekki viss um hvað þetta er skaltu hafa samband við kerfisstjórann þinn.
Næst skaltu slá inn IP-tölu, netmöskva, nafn nets og útsendifang (ef við á). Ef þú ert ekki viss um hvað þú átt að slá inn skaltu biðja kerfisstjórann þinn um aðstoð.
Sláðu inn nafn fyrir vélina. Ef þú velur að gera það ekki mun hún vera þekkt sem "localhost."
Að lokum skaltu slá inn vistföngföng á gátt, aðal DNS, vara DNS og þriðja DNS.