Þú getur valið það skjákort sem þú vilt þó svo uppsetningarforritið reyni að finna það sem hentar þinni tölvu best.
Þegar þú hefur valið skjákort skaltu velja stærð skjáminnis í skjákortinu.
Þegar stillingu vélbúnaðar er lokið getur þú prófað stillingarnar.
Þú getur einnig valið um það hvort þú viljir ræsa Red Hat Linux í grafísku umhverfi eftir að uppsetningu lýkur.
Veldu Sérsníða X stillingar hnappinn til þess að velja litastillingar og upplausn.
Þú getur einnig valið Sleppa að stilla X hnappinn ef þú vilt stilla X eftir að uppsetningu lýkur eða sleppa því alfarið.