Velkomin(n) í Red Hat Linux

Velkomin(n)! Farið er nákvæmlega yfir allt uppsetningarferlið í Red Hat Linux Installation Guide sem fáanlegt er hjá Red Hat, Inc.. Skoðaðu handbókina áður en þú hefur uppsetningu.

HTML og PDF eintök af handbókinni er hægt að nálgast á Netinu á http://www.redhat.com. Einnig er HTML eintak í Fermi Linux pakkanum.

Nýtt: Fermi Linux notast við nýja aðferð við uppsetningu sem kalla má "sneiðalausa" uppsetning. Ef þú er með FAT (DOS/Windows) disksneið með nægu lausu plássu getur þú sett Fermi Linux upp án þess að skipta harða disknum þínum upp í fleiri sneiðar. Þessi valmöguleiki hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja prófa Fermi Linux og breyta sem minnst núverandi uppsetningu kerfis. Í Red Hat Linux Installation Guide má finna frekari hjálp um þetta.

Hafir þú keypt Official Fermi Linux pakkann, mundu þá að skrá þig á vefsíðu okkar (www.redhat.com/now).

Við uppsetninguna getur þú notað músina við val á ýmsum valmöguleikum. Þú getur einnig stokkið á milli með [Tab] og [Enter] lyklunum.

Notaðu Áfram og Til baka hnappana. Ýttu á Áfram til þess að vista valdar upplýsingar og halda áfram, en Til baka til þess að fara tilbaka í síðustu valmynd án þess að vista upplýsingar.

Til þess að minnka þessa hjálp skaltu velja Fela hjálp hnappinn.

Þú getur hætt við uppsetninguna hvenær sem er áður en Undirbý uppsetningu valmyndin kemur. Þegar þú velur Áfram í Undirbý uppsetningu valmyndinni, mun uppsetning á pökkum hefjast og gögn verða skrifuð á harða diskinn. Til þess að hætta alveg við áður en þessi valmynd birtist mátt þú einfaldlega endurræsa tölvuna (notaðu [Ctrl]-[Alt]-[Del]).