Breyta frekari stillingum ræsistjóra

Veldu hvar þú vilt að ræsistjórinn sé uppsettur. Ef einungis er sett upp @RHL@ veldu þá Aðalræsifærsluna (MBR). Á vélum þar sem Win95/98 and @RHL@ eru á sama disk ættirðu einnig að setja ræsistjóran í MBR.

Ef þú ert með Windows NT (og vilt láta setja inn ræsistjóra) þá ættirðu að velja að setja ræsistjóran í fyrsta geira ræsidisksneiðar.

Veldu Breyta röðun drifa til að breyta röðun drifana. Að breyta röðun drifana getur verið gagnlegt ef þú ert með fleiri en eitt SCSI stýrispjald eða bæði SCSI og IDE diskstýringar og vilt ræsa af SCSI disk.

Veldu Krefjast LBA32 ef þú lentir í vandræðum með LBA32 stuðning í fyrri uppsetningu, t.d. til að komast hjá 1024 geira hámarkinu á /boot disksneiðinni. Einungis ætti að velja þennan möguleika ef vélin styður LBA32 viðaukann til að ræsa stýrikerfi utan fyrstu 1024 geirana og þú þurfir að setja /boot disksneiðina utan fyrstu 1024 geirana. Ef þú ert ekki viss, hafðu þá óhakað í Krefjast LBA32.

Ef þú vilt bæta við viðföngum í ræsiskipunina, skráðu þær þá inn í Almenn kjarnaviðföng svæðið. Öll viðföngin verða svo send til kjarnans við ræsingu.