Sjálfgefið er að setja upp GRUB ræsistjórann. Ef þú villt ekki nota GRUB sem ræsistjóra, smelltu þá á Breyta ræsistjóra.
Þú getur einnig valið hvaða stýrikerfi ræsist sjálfkrafa. Hakaðu í Sjálfgefið við þá disksneið sem á að ræsa af. Ekki er hægt að halda áfram með uppsetningarferlið nema að það sé gert.
Hægt er að bæta við, breyta og eyða færslum í ræsistjóranum með því að velja disksneiðina og smella á viðeigandi hnapp.
Til að auka öryggi vélarinnar, veldu Nota Ræsistjóralykilorð. Sláðu síðan inn lykilorð og staðfestu það.
Ef þú vilt breyta staðsetningu ræsistjóra eða setja inn auka viðföng í ræsiskipunina, hakaðu þá í Breyta frekari stillingum ræsistjóra.